Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, byrjar í dag að afplána samfélagsvinnu sem honum er gert að leysa af hendi.

Berlusconi var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir skattsvik á síðasta ári. Refsingunni var síðar breytt í fjögurra tíma samfélagsvinnu á viku. Berlusconi mun aðstoða fólk með heilabilun á hvíldarheimili.

Stjórnendur heimilisins segja að Berlusconi muni bera sömu réttindi og skyldur og allir aðrir. Berlusconi var dæmdur í tengslum við kaup fjölmiðlafyrirtækis hans, Mediaset á sjónvarpsréttindum árið 1990.

BBC greindi frá.