Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði við fjölmiðla vestanhafs í dag að vel kunni að fara svo að bandaríski Seðlabankinn muni lána fjárfestingabönkum þar í landi fjármagn allt fram á seinni hluta næsta árs.

Þetta sagði hann eftir ráðstefnu sem haldin var í dag um lánamál en tók fram að áætlun Seðlabankans væri að auka stöðugleika á fjármálamörkuðum og ef bankar þyrftu á auknu fjármagni að halda væri ekki útilokað að Seðlabankinn myndi grípa þar inn í.

Hann sagði núverandi lausafjárkrísu hafa komið illa við fjármálafyrirtæki en Seðlabankinn hefði það verkfæri að auka fjármagn í umferð.

„Við fylgjumst vel með markaðnum og íhugum alla möguleika,“ sagði Bernanke.