Ben S. Bernanke, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er byrjaður að blogga á vefsíðunni Brookings.edu . Bernanke lét af störfum sem seðlabankastjóri í upphafi síðasta árs, en hefur síðan þá starfað við bókaskrif og ræðuhöld.

„Núna þegar ég er aftur orðinn óbreyttur borgari get ég enn á ný tjáð mig um efnahagsleg málefni án þess að orð mín séu sett undir smásjá af aðilum markaðarins,“ segir Bernanke í fyrstu færslu sinni á síðunni sem birtist nú í morgun. Vonast hann til þess að skrif hans verði fræðandi fyrir lesendur.

Þegar hefur hann sett inn tvær færslur, en í hinni síðari fjallar hann um vexti sem hann segir óvenjulega lága víðs vegar í heiminum um þessar mundir. Lesa má færsluna hér .