Kína er ekki lengur helsti kröfuhafi ríkissjóðs Bandaríkjanna. Stærsti lánveitandinn heitir nú Federal Reserve, eða Seðlabanki Bandaríkjanna eins og það útleggst á ástkæra ylhýra. The Fed eins og Bandaríkjamen kalla bankann í daglegu tali hefur undir forystu Ben Bernanke keypt gríðarlega mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum af bönkum á undanförnum misserum, hið svokallaða QE2-stuðningsprógramm, og nú er svo komið að í lok mars voru 14% af öllum skuldum ríkissjóðs eru í eigu seðlabankans.

Kína á 12% af skuldum ríkissjóðs, samtals að andvirði um 1.145 milljarða dala, og er því næst stærsti lánveitandinn. Frá þessu greinir sænski viðskiptavefurinn di.se og vísar í Marketwatch.

QE (e. quantitative easing) er aðferð sem seðlabankinn greip til þegar ljóst var að ekki dugði að lækka stýrivexti niður í 0,25% til þess að örva bandaríska hagkerfið.