Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna í dag að stýrivextir myndu lækka enn frekar og tók það fram að ástandið á fasteignamarkaði, atvinnustigið og fjármálmarkaðir ógnuðu enn þá hagvexti.

Á fundi sínum með fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag sagði Bernanke meðal annars að hagvöxtur myndi aukast seint á þessu ári þegar áhrif hinna miklu stýrivaxtalækkana að undanförnu ásamt efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar verða komnar fram að fullu. Hinsvegar býst að hann við hægum vexti fram að þeim tíma.

Bernanke sagði jafnframt að þrátt fyrir að horfurnar væru að skána þá stæði hagvexti enn þá ógn af ástandinu muni niðursveiflan á fasteignamarkaðnum verða dýpri en spár gera ráð fyrir og ef að atvinnuleysi eykst. Einnig benti hann á að versnandi aðgengi að fjármagni á mörkuðum geti einnig grafið undan ástandinu.

Bernanke ítrekaði að stjórn seðlabankans myndi bregðast við með viðeigandi hætti til þess að koma í veg fyrir að mál þróist á þann veg og grípa til aðgerða til þess að styðja við hagvöxt. Það sem kann að takmarkað stýrivaxtalækkanir eru verðbólguhorfur en seðlabankastjórinn segir að ákvarðanir miðist við hagvaxtar- og verðbólguhorfur til meðallangs tíma þar sem að tíma tekur þar til að áhrif ákvarðanna finnist að fullu í hagkerfinu.