Ben Bernkanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna í vitnisburði fyrir bankanefnd öldungardeildarþingsins í gær, að stýrivextir bankans myndu haldast óbreyttur á næstunni.

Hins vegar væri bankinn tilbúin til að hækka vextina ef verðbólguþrýstingur héldi ekki áfram að minnka, eins og hann búist fastlega við. Stýrivextir seðlabankans hafa verið 5,25% frá því síðasta sumar og búast greiningaraðilar við því að þeir muni haldast óbreyttir, að minnsta kosti næsta hálfa árið eða svo.

Bernanke sagði einnig að bandaríska hagkerfið myndi vaxa hóflega á þessu ári og því næsta, eða á bilinu 2,5% til 3%. Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu nokkuð í kjölfar yfirlýsingar Bernanke, sökum þess að markaðsaðilar voru farnir að gera ráð fyrir stýrivaxtahækkunum á næstu mánuðum.