Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði í dag að stýrivextir bankans væru „vel staðsettir“ og hann gerði ekki ráð fyrir því að þeir myndu lækka frekar.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að Bernanke hafi sagt verðbólguþrýsting heldur mikinn, þá helst vegna auk þess sem

Bernanke sagði Seðlabankann og fjármálaráðuneytið fylgjast vel með gangi mála á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum auk þess fylgst væri náið með lækkandi gengi dollarans og verðbólguþrýstingi sem Bernanke sagði helst skapast af hækkandi eldsneytis- og matarverði.

Þá sagði hann að frekari lækkun stýrivaxta hefði þau áhrif að gengi dollarans myndi lækka enn frekar en dollarinn hefur lækkað um 16% gagnvart evrunni síðustu 12 mánuði.

Fundargögn frá fundi bankaráðs bandaríska seðlabankans sýna að ekki var einhugur um að lækka vexti þar margir innan bankaráðsins höfðu áhyggjur af vaxandi verðbólgu.

Markaðir vestanhafs hafa brugðist vel við orðum Bernanke en opnað var fyrir viðskipti á Wall Street fyrir tæplega hálftíma. Síðan þá hefur Nasdaq hækkað um 0,3%, S&P 500 um 0,1% en Dow Jones stendur nú í stað eftir að hafa hækkað um 0,25% við opnun markaða.