Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna svaraði í dag gagnrýnisröddum sem hafa verið háværar undanfarið vegna ákvörðunar bankans um að dæla 600 milljörðum dala inn í efnahagslíf landsins.

Bernanke sagði að kröfugur efnahagur í Bandaríkjunum sé afar mikilvægur fyrir bætt efnahagsumherfi heimsins. Hann neitaði ásökunum um að aðgerðir bankans gjaldfelli dalinn. Aðgerðirnar séu besta leiðin til þess að snúa hjólum efnahagslífsins hraðar í Bandaríkjunum, og þar með í heiminum.