Bandaríski seðlabankinn ætlar að halda áfram að kaupa ríkisskuldabréf með það að markmiði að halda skammtímavöxtum niðri samkvæmt yfirlýsingu sem send var eftir stefnufund í dag og sagt er frá í Washington Post í kvöld. Er þetta gert með það að markmiði að vinna gegn niðursveiflu, ýta undir hagvöxt og slá á atvinnuleysi.

Stefnan hefur mætt harðri gagnrýni og hafa langtímavextir hækkað. Þegar ljóst var að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna yrði meiri vegna stefnu Obama í skattamálum og greiðslu atvinnuleysisbóta var ljóst að fjárþörf stjórnvalda myndi aukast og kjörin sem þeim bauðst á lánamörkuðum versnuðu.

Fyrir sex viku tilkynnti seðlabankinn um umfangsmikil kaup á ríkisskuldabréfum, fyrir 600 milljarða Bandaríkjadali. Þrátt fyrir harða gagnrýni síðan hefur stefnan verið ítrekuð. Eru fyrirhuguð kaup fyrir 75 milljarða króna á mánuði fram í júlí. Þrátt fyrir fyrirheit um að lækka vexti hafa þeir hækkað frá því í nóvember.