Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, útilokar ekki að seðlabankinn ráðist í frekari kaup á skuldabréfum á markaði, í þeim tilgangi að örva hagkerfið.

Bernanke mætti á fund viðskiptanefndar bandaríska þingsins í dag. Bernanke sagði að hann vilji sjá stöðugan bata hagkerfisins. Í frétt Bloomberg segir að lesa megi úr orðum Bernanke frá fundinum að Seðlabankinn muni halda áfram að kaupa ríkistryggð skuldabréf á markaði en keypt verður fyrir allt að 600 milljarða dala þar til í júní nk.

Aðgerðirnar hafa verið gagnrýndar fyrir að ýta undir verðbólgu. Bernanke sneiddi hjá því að svara því hvað Seðlabankinn muni gera eftir að kaupunum lýkur.