Í ræðu sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, hélt á fimmtudaginn fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingins, varaði hann við auknum útgjöldum til lögboðinna verkefna stjórnvalda -- það myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf til lengri tíma.

Bernanke hvatti einnig til þess að ráðist yrði í umbætur á almanna- og heilbrigðistryggingakerfinu, en demókratar hafa ekki viljað samþykkja tillögur Bush stjórnarinnar í þeim efnum.