Hagnaður Bernhöftsbakarís dregst eilítið saman milli ára, fer úr 4,2 milljónum króna í fyrra niður í 3,95 milljónir í ár.

Hagnaðurinn fyrir afskriftir nam 4,6 milljónum króna, og fór hann úr 6,26 milljónum árið á undan. Fjármunatekjurnar námu 1,3 milljónum en 2014 voru þær rétt um 43 þúsund krónur.

Eignir félagsins jukust milli ára, fóru þær úr tæpum 25 milljónum króna í rúmar 27 milljónir, á sama tíma minnkuðu skuldir bakarísins úr tæpum sex milljónum niður í rétt tæpar fjórar og hálfa milljón króna.

Á árinu fór handbært fé félagsins úr tæpum 7 milljónum upp í 9,4 milljónir króna.