Dómsstóll í Mílanó á Ítalíu hefur úrskurðað The Economist í hag í meiðyrðamáli sem Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins höfðaði á sínum tíma gegn tímaritinu.

Dómstóllinn vísaði öllum kröfum Berlusconi á bug og gerði honum að borga tímaritinu allan málskostnað.

Forsaga málsins er að í júlímánuði árið 2001 birti tímaritið greinina „ Ítölsk saga ” og á forsíðunni var að finna fyrirsögnina “Af hverju Silvio Berlusconi er óhæfur til þess að leiða Ítalíu,” en á þeim tíma var Berlusconi jafnframt forsætisráðherra Ítalíu og aðrar þingkosningar voru yfirvofandi.