Ingólfur Guðmundsson, fyrrverandistjórnarformaður Íslenskalífeyrissjóðsins, hefur stefnt Fjármálaeftirlitinu(FME) vegna ákvörðunareftirlitsins um að Ingólfur værióhæfur til þess sinna starfi semframkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsverkfræðinga, sem hann tók við10. febrúar2 0 1 0 .Fyrir hönd FME er Lilju Ólafsdóttur,stjórnarformanni FME, stefnt ímálinu. Gunnar Andersen, forstjóriFME, ber hins vegar einnig lagalegaábyrgð á ákvörðunum FME og því beinist málið einnig gegn honum. Rekstraraðili Íslenska lífeyrissjóðsins er Landsbanki Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem FME hefur verið stefnt. Við upphaf málsins var Jón Magnússon hrl. lögmaður Ingólfs en sonur hans, Jónas Fr.Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, hefur nú tekið við því og rekur málið fyrir hönd Ingólfs. Ingólfur er ekki til sérstakrarrannsóknar hjá embætti sérstakssaksóknara vegna starfa sinna fyriríslenska lífeyrissjóðinneða með stöðu sakbornings í öðrum málum er tengist rannsóknum á starfsemi Landsbankans. Hann hefur þó verið kallaðurfyrir sem vitni við rannsókn mála. Ástæða málshöfðunar Ingólfs er öðru fremur sú að FME hafi ákveðið með „geðþóttaákvörðun" að hans mati, að hann væri ekki nógu hæfur. Þetta hafi valdið honum miklu tjóni, skert aflahæfi hans og skaðað orðspor hans.

Þungar sakir

Upphaf málsins má rekja til skoðunar og rannsóknar FME á fjárfestingum Íslenska lífeyrissjóðsins, fjárfestingarstefnu séreignarsparnaðarleiðarinnar Líf IV og síðan trúverðugleikaþeirra upplýsinga sem Ingólfur kom til FME í tengslum við mat á hæfi hans. Í ákvörðunarorðum FME segir m.a. að athugun FME hafi leitt í ljós að Íslenski lífeyrissjóðurinnhefði fjárfest umfram heimildir í fjármálagerningum útgefnum af Landsbankanumsjálfum „eða aðilum tengdum eigendum bankans eða stórum viðskiptavinum hans. Námu þessar fjárfestingar um framheimildir um 3 milljörðum króna þann 31. mars 2008 eða um 10% af eignum sjóðsins og 2. milljörðum króna þann 30. júní 2008" segir m.a. orðrétt í ákvörðun FME .Er sérstaklega tekið fram að FME hafi gert athugasemdir við eignasamsetningu sjóðsins á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins 2008. Þá er einnig nefnt að um 90% af fjárfestingum sjóðsinshafi verið í verðbréfa- ogfjárfestingarsjóðum Landsvaka, sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða í eigu Landsbankans. Í ákvörðun FME segir ennfremur að stjórn, og ekki síst Ingólfi sem stjórnarformanni, hafi mátt vera ljóst aðsérstakrar aðgæslu væri þörf til að tryggja að eignir sjóðsins væru innan heimilda laga, „enda komu fram ítrekaðar viðvaranir af hálfu endurskoðenda, innri endurskoðanda ogfleiri aðila".FME segir Ingólf einnig hafa skilað röngum upplýsingum um sig þegar hæfi hans var metið. Þetta sé ámælisvert. Ingólfur segir sjálfur að ef FME hafi metið það svo, að hann hafi „vísvitandi"gefið rangar upplýsingar um hans fyrri störf, segir hann að FME hefði átt að vísa málinu til lögreglu. Það hafi hins vegar ekki verið gert.

Sjá ítarlega umfjöllun um mál Ingólfs gegn FME í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir tölublöð hér á vb.is