Lækkun á gengi hlutabréfa netverslunarrisans Amazon hefur kostað stofnanda félagsins, Jeff Bezos, um 7,4 milljarða dala - á blaði að minnsta kosti. Er þetta andvirði um 950 milljarða króna. Gengi bréfa Amazon var í árslok 22% lægra en það var í byrjun árs 2014, en þrátt fyrir þessa lækkun er 18,3% hlutur Bezos í félaginu virði um 26,1 milljarða dala.

Fjárfestar voru ekki hrifnir af dýrum verkefnum eins og Fire snjallsímans og fleiri tækja, sem ekki hafa skilað þeim tekjum sem að var stefnt.

Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs var mesta tap á rekstri Amazon í fjórtán ár, en þá komu inn í bækurnar 170 milljóna dala afskriftir vegna Fire snjallsímans.