Þau eru heppin börnin sem koma í heiminn í Sviss á þessu ári. Landið vermir nefnilega toppsætið yfir þau lönd sem best er að fæðast í nú. Að þessu hefur sérfræðiteymi komist sem gengur undir nafninu The Economist Intelletigence Unit og vinnur fyrir samnefnt breskt vikurit. Bandaríkin hafa vermt toppsætið í gegnum tíðina. Landið nær nú ekki lengur inn á lista yfir tíu efstu löndin.

Ísland kemst ekki á listann. Það gera hins vegar þrjú önnur norræn ríki: Noregi, Svíþjóð og Danmörk. Af öðrum löndum á meginlandi Evrópu kemst aðeins Holland á lista yfir tíu efstu löndin.

Bandaríska tímaritið Forbes fjallar um barnalöndin vænu og fjallar lítillega um hvert þeirra í máli og myndum.

Hér má sjá hvar best er að fæðast á þessu ári.

  1. Sviss
  2. Ástralía
  3. Noregur
  4. Svíþjóð
  5. Danmörk
  6. Singapúr
  7. Nýja Sjáland
  8. Holland
  9. Kanada
  10. Hong Kong