Í sjötta sinn er Danmörk í efsta sæti á lista Forbes yfir bestu löndin til að stunda viðskipti. Landið var á meðal efstu 20 landa í öllum nema einum af þeim ellefu mælikvörðum sem Forbes notar til að meta hversu auðvelt er að stunda viðskipti. Það skoraði sérstaklega hátt vegna þess hversu frjálslynt landið er og hversu lítið er um spillingu auk þess hversu gegnsætt regluverkið er.

Tímaritið tók saman gögn um 144 lönd og mældi þau eftir eignarétti, nýsköpun, sköttum, tækni, spillingu, frjálslyndi, regluverki, fjárfestavernd og verðbréfamörkuðum þeirra.

Nýja Sjáland var í öðru sæti (var í fyrsta sæti árið 2012) en á eftir því kom Noregur, Írland og Svíþjóð.

Hér má sjá tíu efstu sæti listans:

1. Danmörk

2. Nýja Sjáland

3. Noregur

4. Írland

5. Svíþjóð

6. Finnland

7. Kanada

8. Singapúr

9. Holland

10. Bretland