Síngapúr er besti staðurinn í heiminum til að stunda viðskipti og Líbía er sá versti samkvæmt könnun á 82 löndum unnin af Economist Intelligence Unit. Er þetta í sjöunda skiptið sem asíska borgríkið vermir toppsætið.

Í rökstuðningi EIU segir að Síngapúr hafi orðið fyrir valinu vegna þess hversu hagkvæmt og opið hagkerfi þeirra er og hversu hart það vinnur að því að viðhalda stöðu sinni sem samkeppnishæft svæði fyrir alþjóðaviðskipti.

Í öðru sæti listans var Sviss, Hong Kong í því fjórða, Bandaríkin í sjöunda sæti og Bretland í 21. sæti. Í fimmtugasta sæti var Kína og Rússland var í 64. sæti. Í umsögn EIU segir að þótt BRIC löndin svokölluðu (Brasilía, Rússland, Indland og Kína), séu aðlaðandi vegna stærðar sinnar þá eru það erfið lönd til að stunda viðskipti.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times.