Raftækja og afþreyingarverslunin Best Buy í Bandaríkjunum tilkynnti í dag að félagið hefði ákveðið að kaupa Napster tónlistaveituna fyrir um 121 milljón Bandaríkjadala.

Frá þessu er greint á fréttavef Reuters en þar er jafnframt tekið fram að greitt verður fyrir Napster með reiðufé.

Kaupverðið eru um 2,65 dalir á hvern hlut sem er nær tvöfalt miðað við skráð gengi við lokun markaða fyrir helgi.

Inn í kaupunum er þó um 67 milljónir dala í reiðufé sem nú er í eigu Napster en auk þess mun Best Buy yfirtaka hin ýmsu skammtímafjárfestingar verkefni í eigu Napster. Eigendur Napster hagnast þannig aðeins um 54 milljón dali samkvæmt frétt Reuters.

Forstjóri Napster, Chris Gorog og aðrir stjórnendur hafa fallist á að vinna áfram fyrir félagið en gengið verður frá sölunni eftir um tvo mánuði.

Höfuðstöðvar Napster eru nú í Los Angeles og hjá félaginu starfa um 140 manns en gert er ráð fyrir að það verði óbreytt.