Best Buy, stærsta raftækjaverslunarkeðja Bandaríkjanna, rannsakar nú hvort að Brian Dunn, fyrrv. forstjóri félagsins, hafi misnotað sjóði fyrirtækisins á meðan hann átti í sambandi við starfstúlku Best Buy.

Frá þessu var greint á vef Wall Street Journal (WSJ) í gærkvöldi en Dunn lét af störfum með skyndilegum hætti á þriðjudag og bar því við að stjórnendur félagsins hefðu haft óeðlileg afskipti af hans persónulegu málum, eins og hann orðaði það í tölvupósti til samstarfsmanna sinna á skrifstofu Best Buy.

Í tilkynningu til hluthafa Best Buy, sem er skráð fyrirtæki, kom fram að það hefði verið sameiginleg ákvörðun stjórnar og Dunn að hann léti af störfum þar sem þörf væri á nýjum  stjórnendum. Dunn hafði þá starfað hjá Best Buy í 28 ár en sem forstjóri frá árinu 2009. Rekstur Best Buy hefur gengið brösulega síðustu ár.

Samkvæmt frétt WSJ mun Dunn hafa átt í sambandi við 29 ára konu sem staraði í þjálfunardeild fyrirtækisins í höfuðstöðvun þess í Richfield, Minnesota.