Uppgjör félaganna í Kauphöllinni fyrir þriðja ársfjórðung liggja nú fyrir. Sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa oft sagt að erfiðast sé að spá fyrir um afkomu fjárfestingafélaganna því efnahagsreikningur þeirra geti breyst mikið á spátímabilinu. Engu að síður komst meðalspá greiningadeildanna þriggja um afkomu fyrirtækjanna, næst afkomu fjárfestingafélagsins FL Group [ FL ] en þar skeikaði um 1,5%.  Það er líklega vegna þess að efnahagurinn breyttist ekki mikið á fjórðungnum og eignasafnið er í stórum dráttum í skráðum hlutabréfum. FL Group tapaði mest á fjórðungnum af félögunum í Kauphöllinni, en er fimmta stærst, að teknu tilliti til markaðsvirðis.

Erfitt er að spá fyrir um uppfærslu á óskráðum eignum, sérstaklega þegar sá gjörningur er óstöðugur hjá félaginu. Það kom berlega í ljós með uppgjör fjármálaþjónustufyrirtækisins Exista [ EXISTA ]. Þar munaði miklu á meðalspánni og uppgjörinu sem skýrist af óvæntri uppfærslu á óskráðum eignum upp á 65 milljónir evra.

Fjallað er um gengi félaganna í Kauphöllinni í Viðskiptablaðinu.