Viðskiptablaðið fékk Arnar Gauta Sverrisson, tískuráðgjafa hjá Elite Model Iceland, til að velja þá einstaklinga sem eru best klæddir í viðskiptalífinu að hans mati. Niðurstöðurnar má lesa í áramótatímariti Viðskiptablaðsins, Áramótum. Hér er farið yfir þá einstaklinga sem Arnar Gauti valdi í 1.-5. sæti og umsögn hans um fólkið og klæðnaðinn.

5. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.

„Ómar er einfaldlega flottur maður, sem er alltaf stílhreinn og einn af þeim sem lítur vel út í öllu sem hann er.“

4. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

„Orri er alltaf óaðfinnanlegur til fara. Hann hefur líka þennan vöxt sem gerir honum kleift að vera alltaf í aðsniðnum fötum. Hann hefur mjög góðan smekk á samsetningu á fatavali. Hann á líka alltaf að vera með smá skegg, fer honum vel.“

3. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova og markaðsmaður ársins.

„Það er ekki hægt annað en að hafa Líf í topp 3. Það geislar í kringum þennan snilling, hún er alltaf flott til fara og í framkomu."

2. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air og athafnamaður.

„Skúli er svona James Bond Íslands, getur allt og er með þennan frjálslega flotta stíl og alltaf brosandi. Minnir að hann hafi kynnt Wow air fyrir fjölmiðlum í fráhnepptri skyrtu með uppbrettar ermar og það virkaði.“

1. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.

„Ingólfur er bara alltaf svo ótrúlega stílhreinn og flottur hvort sem maður sér hann í Hagkaup með fjölskyldunni eða að vera með tölu í Íslandsbanka, hann er einfaldlega bara með þessa flottu ímynd.“

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.
© BIG (VB MYND/BIG)