Í afkomutilkynningu Landsbanka Íslands segir að hagnaður bankans hafi verið 25 milljarðar króna á síðasta ári og að arðsemi á eigin fé eftir skatta hafi verið 46%. Hreinar vaxtatekjur jukust um 56% á milli ára og voru 22,9 milljarðar króna. Þjónustutekjur jukust um 88% og námu 16,7 milljörðum króna og hreinar tekjur voru 61 milljarður. Tekjur af erlendri starfsemi bankans voru 10,4 milljarðar fyrir árið og námu 17% af hreinum rekstrartekjum.

Heildareignir bankans nær tvöfölduðust á árinu og námu 1.405 milljörðum króna við lok árs 2005. Bankinn gaf út nýtt hlutafé fyrir 11,4 milljarða króna í lok mars og rúma 40 milljarða í september.

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að afkoma bankans á árinu 2005 sé sú besta í sögu bankans. Sigurjón segir í tilkynningu frá bankanum að svigrúm til frekari vaxtar sé verulegur í ljósi mjög sterkar eiginfjárstöðu bankans