Afkoma Landsbanka Íslands á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var sá besti frá stofnun bankans 1886. Hagnaður nam 6 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár 82%. Grunntekjur bankans jukust úr 5,1 milljarði króna frá sama tíma í fyrra í 7,4 milljarða og hafa þær aukist um 80% miðað við fyrsta ársfjórðung ársins 2003 þrátt fyrir að vaxtamunur hafi lækkað úr 3% í 2,2%. Heildareignir bankans jukust um 114 milljarða króna og námu 850 milljörðum króna í lok mars á þessu ári.

Þá hefur erlend starfsemi Landsbankans aukist verulega. Tekjur samstæðunnar af erlendum vettvangi nema nú 15% af hreinum rekstrartekjum en námu 6% fyrir ári síðan.

?Afkoma fyrsta ársfjórðungus 2005 er sú besta frá upphafi. Ef horft er til þróunar í vaxtamun og þjónustutekjum, sem eru undirliggjandi grunnþættir í rekstri bankans má sjá hversu mikið bankinn hefur styrkt grunnafkomu sína. Vaxtamunur og þjónustutekjur námu 7,4 milljörðum á fjórðungnum samanborið við 5,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2004 og 4,2 milljarða 2003. Þannig hefur grunntekjumyndun samstæðunnar aukist um tæp 80% og er aukningin sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að vaxtamunur hefur lækkað á þessu tímabili úr 3% í 2,2%. Bankinn steig stór skref í frekari vexti og útrás á ársfjórðungnum með stofnun útibús í London og með kaupum á breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood. Með þessum aðgerðum leggur bankinn sterkar stoðir undir markmið sín um aukna alþjóðlega fjármálaþjónustu með áherslu á fyrirtækja- og fjárfestingabankastarfsemi," segir Sigurjón Þ. Árnason um uppgjörið í tilkynningu bankans.