"Árið 2006 var það besta í sögu bankans. Hagnaður eftir skatta tvöfaldaðist frá árinu 2005 sem þó var metár. Öll afkomusvið skiluðu mjög góðum hagnaði sem sýnir hve sterkar stoðir bankans eru. Á árinu hélt vöxtur bankans áfram með samblandi af innri vexti og yfirtökum sem falla að stefnu hans," segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, í tilkynningu sem send var út vegna uppgjörs bankans.

- Og Bjarni bætir við: "Afkoman einkenndist af afburðargóðum vexti þóknanatekna, en þær meira en þrefaldast á milli ára. Á fjórða ársfjórðungi voru þóknanatekjur í fyrsta sinn hærri en hreinar vaxtatekjur sem undirstrikar þær breytingar sem urðu á samsetningu tekna á árinu 2006. Starfsfólk bankans hefur enn einu sinni sýnt frábæra frammistöðu og hluthafar hafa veitt mikinn stuðning á árinu. Þessi niðurstaða leggur grunninn að áframhaldandi þróun og vexti í samræmi við stefnu bankans.?