Það er glatt á hjalla í Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Volkswagen er með höfuðstöðvar sínar en hagnaður félagsins í fyrra fyrir skatta nam 6,5 milljörðum evra eða meira en 700 milljörðum íslenskra króna og er þetta mesti hagnaður í sögu Vollkswagen.

Hver einasti starfsmaður Volkswagen í Þýskalandi, en þeir eru 86 þúsund, fær greitt um 400 þúsund íslenskar krónur í aukabónus vegna hinnar góðu afkomu í fyrra.

Félagið er raunar komið langt fram úr úr markmiðum sínum sem var að skila „að minnsta kosti 5,1 milljarða evra” á hagnaði á þessu ári, þ.e. 2008 að því er kemur fram í frétt þýska blaðsins Die Welt. Og þótt sérfræðingar hefðu verið bjartsýnir á afkomu VW var hún þó engu að síður umtalsvert umfram væntingar.

Volkswagen seldi tæplega 6,2 millljónir bíla í í fyrra sem er nær 8% meira en árið áður; sala VW í Kína og Brasilíu jókst til að mynda um þriðjung. Þá var og greint frá því að árið í ár færi ákaflega vel af stað hjá VW og að salan í janúar og febrúar væri um 10,5% meiri en á sama tímabili í fyrra og að framleiðini hjá VW færi einnig batnandi. „Litili”sportbílaframleiðandinn Porsche er stærsti hluthafinn í Volkswagen með 31% hlut og er reiknað með að Porsche eignist meirihlutann í VW á þessu ári en Porsche mun hafa tryggt sér kauprétti á bréfum þannig að hlutur Porsche í VW fari yfir 50%.