Þýski bílaframleiðandinn BMW hagnaðist um 7,8 milljarða evra, um 1250 milljörðum króna, árið 2012. Velta félagsins nam 76,8 milljörðum evra.

Árið er það besta í 96 ára sögu fyrirtæksins. Félagið seldi 1,84 milljón ökutækja á árinu, sem er 10,6% aukning. Auk BMW framleiðir framleiðandinn Mini og Rolls Royce.

Mikil söluaukning var í Asíu og þá helst Kína. BMW seldi 30% fleiri bíla þar en 2011, um 493 þúsund eintök.

Alls voru seldir 3575 Rolls Royce drossíur á árinu, sem er eitt prósent aukning milli ára.