Árið 2014 var eitt það besta í 20 ára sögu Nýherja en hagnaður eftir skatta var 259 milljónir íslenskra króna. Talsverðar breytingar voru gerðar á rekstri félagsins en ber þá helst að nefna sölu á óarðbærum rekstrareiningu og fækkun starfsfólks um rúmlega 100 manns. Velta lækkaði í kjölfarið um rétta tvo milljarða en virðist sem þessar breytingar hafi skilað sér í mikilli bætingu í rekstsri. Nam þá EBITDA félagsins um 826 m.kr. samanborðið við 302 m.kr. árið 2013 sem er um 174% aukning milli ára.

Eitt af því sem skýrir góðan árangur Nýherja í ár er eins og áður sagði áhersla á hagræðingu í rekstri og breyting á félagsskipan. Hagræðingin í rekstri fólst að- allega í því að dönsku félögin Dansupport A/S , Applicon A/S og Applicon Solutions A/S voru öll seld á árinu eða í lok árs 2013. Einnig var tækjaleiga Nýherja seld á árinu. Öll félög í samstæðunni skiluðu því já- kvæðri EBITDU. Þetta segir Sigurður Örn Karlsson greiningaraðili hjá IFS.

Jafnframt segir Sigurður að af orðum formanns Nýherja á aðalfundi félagsins megi lesa að ef rekstur Applicon í Svíþjóð fari versnandi þá muni Nýherji selja félagið í ljósi reynslunnar í Danmörku. ,,Ef litið er á sölu félagsins á árinu 2014 má sjá góðan vöxt en mikil sala var í Lenovo tölvubúnaði. Um 12 þúsund Lenovo tölvur voru seldar, sem er ríflega 30% aukning á milli ára.“

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .