Hagnaður BNbank í Noregi, sem er í eigu Íslandsbanka fyrir skatta var 797 milljónir á fjórða ársfjórðungi. Rekstrartekjur bankans námu 1.262 milljónir á fjórða ársfjórðungi og rekstrargjöld 467 milljónir. Rekstrartekjur sviðsins námu alls 4.214 milljónir fyrir allt árið, rekstrargjöld 1.219 milljónir og hagnaður fyrir skatta 3.062 milljónir. Í lok ársins störfuðu 90 manns hjá BNbank.

Afkoma BNbank var með besta móti á árinu 2005. Í samhengi við vaxtastig er arðsemi eiginfjár sú besta frá upphafi segir í fréttatilkynningu vegna ársuppgjörs Íslandsbanka Vöxtur í vaxtartekjum skýrist að mestu með

Vöxtur lána BNbank á einstaklingsmarkaði heldur áfram. Þróun húsnæðislánamarkaðar er mjög jákvæð. Lán og kröfur bankans á einstaklingsmarkaði hafa vaxið um 46% á árinu 2005. Öll ný húsnæðislán eru gefin út með 80% lánshlutfalli en um 80% af heildarlánasafni húsnæðislána er undir 60% lánshlutfalli.

Hlutfall vanskila heldur áfram að vera lágt. BNbank tekjufærði áður gjaldfærða virðisrýrnun útlána og krafna að upphæð 11 milljónir norskra króna.