Fjárfestingarfélagið Atorka er það félag sem bestri ávöxtun skilar árið 2004 eða rúmlega 238%. Landsbankinn, Jarðboranir og Straumur skiluðu öll meira en 100% ávöxtun og KB banki var rétt undir því með um 97% ávöxtun.

Af þeim félögum sem voru með neikvæða ávöxtun á árinu kom Fiskeldi Eyjafjarðar verst út með 33,3% lækkun. Næst komu Actavis með 7,4% lækkun og Medcare Flaga með 3,2%.

Í Hálffimm fréttum KB banka kemur fram að árið í heild var mjög gott og er það næstbesta frá upphafi, en Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 58,9%. Aðeins árið 1996 hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar meira en nú en þá nam hækkunin 59,4%.