General Motors, stærsti bílaframleiðandi heims, hagnaðist um 7,6 milljarða dala í fyrra, um 935 milljarða króna.

Þrátt fyrir afar gott ár var afkoman á 4. ársfjórðungi mun lélegri en árið á undan.  Hagnaður síðustu þriggja mánaða ársins nam um milljarði dala og lækkaði um 25% milli ára.

Tap af evrópskri framleiðslu, m.a. þýska Opel, nam 747 milljónum dala. Er það talsvert minna ten árið 2010, þegar tapið nam tæpum 2 milljörðum dala.

Fegurðardís á frumsýningu hjá General Motors.
Fegurðardís á frumsýningu hjá General Motors.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)