Jólasala Amazon var betri en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir spár um að netverslun mundi dragast saman í ár líkt og önnur verslun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Amazon í dag þar sem segir einnig að þetta sé 14. jólavertíð fyrirtækisins

Amazon sagði í tilkynningunni að þegar salan var mest, 15. desember, hafi meira en 6,3 milljónir stykkja selst, eða 72,9 stykki á sekúndu.

Amazon er með fjölda vöruflokka en mest selda bókin var „The Tales of Beedle the Bard“ eftir J.K. Rowling. Næstar komu „Eclipse“ (The Twilight Saga, bók 3) og „Breaking Dawn“ (The Twilight Saga, bók 4), báðar eftir Stephenie Meyer.