Chicago Booth viðskiptaháskólinn í Bandaríkjunum hefur endurheimt fyrsta sætið á lista tímaritsins The Economist yfir besta MBA námið. Í öðru sæti er Virginia viðskiptaskólinn og í því þriðja situr viðskiptaháskólinn í Dartmouth, sem var í 1. sæti í fyrra. Í næstu sætum koma Harvard, Columbia, Berkeley, MIT og Stanford. Skólagjöld eru í öllum tilvikum yfir hundrað þúsund dollarar, eða rúmlega 12 milljónir króna.

Listi Economist byggir á þeim atriðum sem nemendunum sjálfum þykir mikilvægust. Efst í huga nemenda eru atvinnutækifærin sem námið býður upp á. Allir skólarnir í efstu 25 sætunum eru í Bandaríkjunum og Evrópu.

Listi The Economist .