Bandaríska rannsóknarstofunin Brookings gaf í síðustu viku út skýrslu um hvernig 200 stærstu borgum heims vegnaði árið 2011. Kínverskar borgir vaxa hraðast en mesta hnignunin er í borgum skuldugustu Evrópuríkjanna.

Um 90% þeirra borga sem vaxa mest eru utan Evrópu og Norður Ameríku.  Hins vegar eru 95% þeirra borga sem vegnar verst eru í Evrópu og Norður Ameríku.

Sú borg sem óx mest í fyrra, þegar litið er til bæði tekna og atvinnustigs, var Shanghai.  Tekjur á íbúa jukust um 9,8% og atvinna jókst um 5,8%.

Á botninum eru hins vegar Aþena í Grikklands, Lissabon í Portúgal, Dublin á Írlandi og Sevilla á Spáni. Tekjur lækkuðu og atvinna minnkaði í öllum borgunum fjórum.

Shanghai í Kína
Shanghai í Kína