Icelandair Group skilaði besta árshlutauppgjöri í 77 ára sögu félagsins á þriðja ársfjórðungi 2014. Hagnaður á ársfjórðungnum voru 85,8 milljónir Bandaríkjadala, borið saman við 65,3 milljónir á sama fjórðungi í fyrra.

„Við hjá Icelandair erum með 970 þúsund farþega á þessum fjórðungi. Þetta uppgjör er besti fjórðungur sem félagið hefur nokkurn tímann séð,“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í samtali við VB Sjónvarp.

Gefa eftir í lok árs

Árstíðabundnar sveiflur eru gjarnan miklar í rekstri flugfélaga. Áætlanir Icelandair Group gera ráð fyrir neikvæðri EBITDU á fjórða ársfjórðungi um allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar var EBITDA jákvæð um 6,8 milljónir dala á fjórða ársfjórðungi 2013. Aukin samkeppni, launahækkanir og aðrir kostnaðarliðirtil viðbótar við lakari horfur í leigu og fraktflugi skýra þennan mismun. Björgólfurtelur engu að síður að árið verði gott í sögulegu samhengi.

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaðinu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .