Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor tilkynnti í dag um besta ársfjórðung félagsins í 13 ár. Góður fyrsti ársfjórðungur er rakin til meiri sölu á heimamarkaði og aukinnar eftirspurnar eftir sparneytari bílum.

Í tilkynningu frá Ford, og greint er frá á vef Reuters, segir að áhrif jarðskjálftans í Japan séu minniháttar. Sérfræðingar telja að Ford geti aukið markaðshlutdeild sína í Japan, að því er fram kemur í frétt Reuters. Japönsku framleiðendurnir Toyota og Japan hafa þegar tilkynnt um að jarðskjálftinn hafi töluverð áhrif á framleiðslu fyrirtækjanna.

Hagnaður Ford á fyrsta ársfjórðungi var 12 centum hærri á hlut en búist var við á markaði og hækkaði hlutabréfaverðið um 3,5% fyrir opnun markaða í dag. Hagnaðurinn nam 2,55 milljörðum dala.