Fyrsti ársfjórðungur þess árs var sá besti í sögu bæverska bílaframleiðandns BMW, bæði hvað varðar seldar bifreiðar, veltu og hagnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í gær.

Hagnaður félagsins nam 1,35 milljörðum evra. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra nam 1,15 milljörðum evra.

Alls seldust 356.548 BMW bifreiðar á ársfjórðungnum og nam söluaukningin 11% milli ára. Mesta aukningin var í sölu á BMW w og nam hún 20%. Sala á nýja Þristinum gengur einnig mjög vel og var aukningin 13,6% milli ára.

 Fyrirtækið framleiðir BMW, Mini og Rolls Royce.