Hagnaður bílaframleiðandans General Motors (GM) nam 1,96 milljörðum dala á þriðja ársfjórðungi. Er það mesti ársfjórðungshagnaður GM síðan á fyrsta ársfjórðungi 1999. Þá nam hagnaður félagsins 2,05 milljörðum dala.

GM hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu árum. Markaðshlutdeild hefur fallið jafnt og þétt frá árinu 2005 og hækkandi kostnaði hefur leitt til tapreksturs ár eftir ár. Árið 2009 var félaginu síðan bjargað með eiginfjárframlagi frá ríkinu.