Það er ekki heiglum hent að fylgjast með ameríska fótboltanum hér á landi. Venjulega ratar hann ekki í íslenska fjölmiðla fyrr en að úrslitaleiknum kemur og þá er aðeins hægt að horfa á almenna leiki ef maður gerist áskrifandi að fjölvarpinu.

Sem betur fer er önnur leið fær og hún er sú að kaupa svokallaða Game Pass áskrift á nfl.com. Þar er hægt að horfa á alla leiki í deildinni, en best er að horfa á þáttinn Red Zone, þar sem hoppað er á milli allra leikja sem eru í gangi hverju sinni og aðeins sýndir skemmtilegustu hlutarnir úr þeim. Sjö tímar af klassabolta.