Þriðji fjórðungur 2013 er besti ársfjórðungur í sögu Icelandair Group. Þetta sagði  Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, þegar ársfjórðungsuppgjörið var kynnt nú síðdegis.

Eins og fram kom á VB.is í gær og í Viðskiptablaðinu í dag nam hagnaður Icelandair Group 7,8 milljörðum á fjórðungnum. Það er nokkuð umfram spár markaðsaðila. Enda voru viðskipti með bréf félagsins lífleg í Kauphöllinni í dag. Bréfin hækkuðu um 3,7 prósent í liðlega 1300 milljóna króna viðskiptum.

Björgólfur sagði á uppgjörsfundinum að markaðsaðstæður á næsta fjórðungi væru aðeins verri en menn bjuggust við þegar hálfsársuppgjörið var kynnt. Þess vegna væri EBITDA spáin óbreytt fyrir allt árið. Spáir félagið því að EBITDA verði 140-145 milljónir dollara, eða 16,8 til 17,4 milljarðar króna.