Marel hefur birt uppgjör fyrir síðasta ársfjórðung. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 22,1 milljón Evra, en það er hagnaður á hlut upp á 3,09 Evrur. Hagnaður annars ársfjórðungs seinasta árs nam 19,5 milljónum Evra. Hagnaður hefur því aukist um 13% milli ára.

Tekjur á öðrum ársfjórðungi 2016 námu 264,2 milljónum Evra. Tekjur annars ársfjórðungs árið 2015 voru 218,3 milljónir Evra. EBITDA fjórðungsins nam 48,4 milljónum Evra, samanborið við 37,2 milljónir Evra á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 43,7 milljónum Evra.

Pantanabók félagsins stóð í 306,5 milljónum Evra við lok seinni ársfjórðungs 2016 samanborið við 340,0 milljónir í lok fyrsta ársfjórðungs 2016. Skuldahlutfall félagsins er nú 2,7.