*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 14. desember 2016 17:38

Bestu eða verstu skattaskjólin?

Oxfam listar Holland, Sviss, Írland, Lúxemborg og Kýpur yfir helstu skattaskjól heims og gagnrýna lista ESB, G20 og OECD.

Ritstjórn
Sviss er eitt þeirra ríkja sem Oxfam kallar skattaskjól

Hjálparsamtökin Oxfam hafa gefið út skýrslu þar sem þau lista upp það sem þau telja verstu skattaskjólin í heiminum. Gagnrýna samtökin OECD og ESB fyrir að lista ekki ákveðin lönd á listum sínum yfir skattaskjól.

Samkvæmt skýrslunni hafa um 90% af stærstu fyrirtækjum heims einhvers konar starfsemi í að minnsta kosti einu skattaskjóli.

Telur skýrslan upp 15 ríki sem verstu skattaskjólin sem notuð séu af alþjóðafyrirtækjum til að komast undan sköttum í þeim löndum sem þau starfa.

Bermúda og Cayman eyjar bestu eða verstu skattaskjólin

Í fyrsta og öðru sæti listans eru Bermúda og Cayman eyjar sem oft eru nefnd í þessu samhengi, en það kemur kannski meira á óvart að í næstu sætum þar á eftir eru Holland, Sviss, Singapúr, Írland og Lúxemborg.

Skýrslan segir listann byggja á því að hve miklum mæli þessi lönd noti skattastefnu til að hjálpa fyrirtækjum að draga úr skattgreiðslum sínum, með því að nota lágt skatthlutfall eða jafnvel engan skatt.

Einnig með notkun ósanngjarnra eða óhagkvæmra skattalegra hvata og með því að sýna skort á samvinnu í baráttunni gegn skattaundanskotum.

Undanskilja Evrópulönd og lönd með engan skatt

Bæði G20 og OECD hafa birt lista yfir skattaskjól sem lið í tilraunum sínum til að draga úr skattaundanskotum. Gagnrýna samtökin samsvarandi lista hjá til að mynda Evrópusambandinu.

„Skilyrðin fyrir því að vera á svörtum lista ESB sýna að hann má ekki innihalda lönd sem hafa engan tekjuskatt,“ segir í skýrslunni.

„Þetta þýðir að lönd eins og Bermúda, heimsins versta skattaskjólinu samkvæmt rannsókn Oxfam, væri jafnvel ekki einu sinni á listanum.“

80 milljarða dala hagnaður í skattaskjólum

Samkvæmt skýrslunni höfðu bandarísk alþjóðafyrirtæki gefið upp um 80 milljarða dali í hagnað í Bermúda á árinu 2012, sem er meira en hagnaður þeirra í Japan, Kína, Þýskalandi og Frakklandi til samans.

„Ákvörðun Evrópusambandsins að meta einungis og lista lönd utan ESB tryggir að ekkert Evrópuland kemur á svarta listann þeirra, þrátt fyrir mat Oxfam sem vísar í að Holland, Luxemborg, Írland og Kýpur eru meðal verstu skattaskjól heimsins.“

Kallar skýrslan á að búinn sé til samræmdur hlutlaus listi, en þeirra listi er eins og hér segir:

 1. Bermuda
 2. Cayman Islands
 3. Netherlands
 4. Switzerland
 5. Singapore
 6. Ireland
 7. Luxembourg
 8. Curaçao
 9. Hong Kong
 10. Cyprus
 11. Bahamas
 12. Jersey
 13. Barbados
 14. Mauritius
 15. British Virgin Islands
Stikkorð: ESB OECD G20 Skattaskjól Oxfam