Fjögur íslensk fyrirtæki hafa hlotið viðurkenningu frá brandr vörumerkjastofu fyrir bestu vörumerkin. Veitt voru verðlaun fyrir vörumerki á einstaklingsmarkaði, sem og fyrirtækjamarkaði.

Með vali á bestu íslensku vörumerkjunum 2020 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu, segir í tilkynningu. Kallað var eftir ábendingum frá almenningi og valnefnd sem skipuð var sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Valnefndin setti síðan fram lista yfir þau vörumerki sem hún mat framúrskarandi. Niðurstaðan var kynnt á fimmtudaginn og fengu eftirfarandi vörumarki verðlaun:

  • 66°Norður Einstaklingsmarkamður (fleiri en 50 starfsmenn)
  • Omnon Einstaklingsmarkamður (færri en 50 starfsmenn)
  • Meniga — Fyrirtækjamarkaður (fleiri en 50 starfsmenn)
  • Alfred.is — Fyrirtækjamarkaður (færri en 50 starfsmenn)

Á vefsíðu brandr eru upplýsingar um það hverjir skipuðu valnefndina og einnig eru viðtöl við vinningshafa.