*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 8. nóvember 2004 13:35

Bestu laxveiðiárnar á Íslandi

í nýrri úttekt í Viðskiptablaðinu

Ritstjórn

Sumarið 2004 var fjórða besta laxveiðiár síðustu 30 ára og met voru slegin í fjölda áa í sumar. Samkvæmt bráðabirgðartölum Veiðimálastofnunar voru alls dregnir á land 46.000 laxar, en það er tæplega 12 þúsund löxum meira en sumarið 2003. Í nýrri úttekt sem Viðskiptablaðið hefur gert má sjá hvaða ár það voru sem stóðu upp úr, en Leirvogsá trónir á toppnum með 4,6 laxa á stöng á dag að meðaltali.

Flestir laxar veiddust í sumar í Ytri- og Eystri Rangá alls 6369, og tróna þær á toppnum yfir flesta veidda laxa. Önnur mynd fæst hins vegar þegar meðalafli á stöng er skoðaður, en fimm bestu árnar samkvæmt þeim mælikvarða eru þessar:

Vatnasvæði - Veiði 2004 - Lax á stöng á dag

1 Leirvogsá - 810 - 4,60
2 Laxá á Ásum - 466 - 3,11
3-4 Hofsá og Sunnudalsá - 1803 - 2,98
3-4 Selá - 1691 - 2,98
5 Laugardalsá -   558 - 2,86

Lista yfir 47 ár, afla, fjölda stanga, fjölda stangardaga og meðaltal yfir laxa á stöng á dag er að finna í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudaginn.