Bestu nemendur Háskólans í Reykjavík voru í dag heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum.

Að þessu sinni hlutu 70 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessir nemendur komast þar með á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en þeim heiðri fylgir niðurfelling skólagjalda við HR á yfirstandandi önn.

Straumur greiðir skólagjöld allra þessara nemenda, en bankinn hefur um langt árabil styrkt bestu nemendur Háskólans í Reykjavík að því er kemur fram í tilkynningu frá HR.

Að þessu sinni voru 23 nemendur úr tækni- og verkfræðideild heiðraðir, 20 nemandi úr viðskiptadeild, 13 úr lagadeild, 11 úr tölvunarfræðideild og 3 nemendur kennslufræði- og lýðheilsudeildar. 31 kona er á Forsetalistanum og 39 karlmenn.

Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum við athöfnina í dag.