Þegar halda skal ráðstefnu sem tekur kannski ekki yfir heilu borgirnar má alltaf skoða fín og flott hótel. Á netmiðlinum Huffington Post er listi yfir þau tíu hótel sem þykja bjóða upp á bestu aðstöðuna til að halda ráðstefnur. Þau hafa stóra sali, óaðfinnanlega þjónustu, alla heimsins tækni og góða staðsetningu.

Centara Grand & Bangkok Convention Center at Central World í Bangkok, Taílandi. Hótelið er í miðju viðskiptahverfi Bangkok. Á hótelinu eru níu hæðir sem má nýta undir ráðstefnur. Þar á meðal er 51. hæðin búin lokuðum fundarherbergjum og sérstakri setustofu þar sem boðið er upp á mat og drykk allan daginn.

Hin hótelin eru:

  • Emirates Palace í Abu Dhabi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum
  • Aspen Meadows Resort í Aspen, Bandaríkjunum
  • Hyatt Regency Century Plaza í Los Angeles, Bandaríkjunum
  • Hilton London Metropole, Englandi

Fjallað er nánar um ráðstefnuhótelin í blaðinu Ráðstefnur og fundir, sem fylgi Viðskiptablaðinu í vikunni. Áskrifendur geta nálgast blaðið allt hér að ofan undir liðnum tölublöð .