Vínglös
Vínglös
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Á sama tíma og uppskera ársins er að koma í hús í vínhéruðum Evrópu og stóru vínblöðin tilkynna um verðlaunavín ársins, er Gyllta glasið dæmt hér heima.

Í ár var það einungis verðflokkur sem afmarkaði tegundir vína í keppni og var hann frá 1.590 kr. til 2.599 kr. og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni. Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin kölluðu til en hana skipuðu færustu smakkarar landsins, vínþjónar og fagmenn, og sátu 20 manns og dæmdu.

Til að auðvelda smakkið og til að ábyrgjast sanngirni gagnvart þeim vínum sem kepptu, var vínunum raðað í þrjá verðflokka innan þess sem valið var, sem og eftir landsvæðum eða héruðum eftir því sem við átti. Aldrei hefur þátttakan í Gyllta glasinu verið betri en 165 vín voru send inn að þessu sinni. 5 hvítvín og 15 rauðvín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2011.

Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin. Þau vín eru eftirfarandi, raðað í stafrófsröð og eftir verðflokkum:

Gyllta Glasið 2011

Hvítvín: Ártal Verð

  • Barefoot Pinot Grigio 2010 1.599
  • Casillero del Diablo Pinot Grigio 2010 1.850
  • Fleur du Cap Chardonnay 2011 1.899
  • Morande Pionero Sauvignon Blanc 2010 1.790
  • Torres Nerola Xarel-lo 2009 2.389

Rauðvín Vín í flokki 1.590 til 1.790 kr

  • Drostdy Hof Shiraz 2011 1.699
  • Kasaura Montepulciano d´Abruzzo 2010 1.699
  • Mezzacorona Merlot 2009 1.699

Vín í flokki 1.790 til 2.000 kr

  • Ebeia Roble 2009 2009 1.990
  • Faustino VII - Rioja 2009 1.899
  • Montecillo Crianza 2008 1.899
  • Montes Limited Cabernet Carmenere 2010 1.999
  • Morande Reserva Cabernet Sauvignon 2009 1.990
  • Turning Leaf Zinfandel 2010 1.989

Vín í flokki 2.000 til 2.599 kr.

  • Lamothe Vincent Héritage 2008 2.499
  • Peter Lehmann Cabernet Sauvignon 2008 2.498
  • Pujol Côtes du Roussillon Futs de Chene 2008 2.599
  • Torres Ibericos 2008 2.239
  • Trivento Collection Fincas Malbec 2009 2.298
  • Zweigelt Fashangarten 2008 2.495

Keppnin um Gyllta Glasið hefur verið haldin frá því 2005 undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands.