Betfair, stærsta netveðmálafyrirtæki heims, ætlar að flytja starfsleyfi sitt frá Bretlandi til Gíbraltar. Þannig kemst félagið hjá því að greiða 15% skatt sem leggst ofan á hagnað veðmálafyrirtækja í Bretlandi.

Talið er að breytingarnar muni spara Betfair um 18,5 milljónir punda á ári hverju, um 3,5 milljarða króna. Alls starfa um 1.200 manns hjá félaginu í Bretlandi. Starfstöðvar munu áfram verða þar.

Í tilkynningu frá félaginu um flutning á starfsleyfi segir að með þessu náist ekki sé eingöngu skattahagræði, flutningarnir geri Betfair einnig kleift að hagræða í tæknimálum.