Réttara er að miða peningastefnuna við stöðugan gjaldmiðil en stöðugt verðlag í jafn litlu og jafn opnu hagkerfi og Ísland er. Þetta kemur fram í máli Willem Buiter í svari hans við spurningu Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra, á fundi AGS og stjórnvalda í Hörpu.

Buiter sagði jafnframt að rétt hefði verið að tryggja allar innistæður upp að vissu marki en ekki tryggja allar innlendar innistæður bankakerfisins þegar bankakerfið hrundi.