*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 17. júní 2016 11:04

Betri afkoma hjá Opnum kerfum

Opin kerfi hagnaðist um 36 milljónir króna í fyrra. Salan jókst um 13% milli ára og hagnaðurinn áttfaldaðist.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Opin kerfi hagnaðist um 36 milljónir króna í fyrra. Sala fyrirtækisins nam hins vegar 5,5 milljörðum og var hagnaðarhlutfallið því aðeins 0,6 prósentum. Sala Opinna kerfa jókst um 13% milli ára og hagnaðurinn áttfaldaðist.

Eigið fé fyrirtækisins var 114 milljónir í lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfallið 6,7% í lok síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 31,8 prósent í fyrra.

Þorsteinn Gunnarsson er forstjóri Opinna kerfa, en stærsti eigandi fyrirtækisins er F. Bergsson Eignarhaldsfélag með 86% hlut.